Íbúar Reykjanesbæjar að verða 15 þúsund

Hér má sjá íbúaþróunina í Reykjanesbæ á undanförnum árum.
Hér má sjá íbúaþróunina í Reykjanesbæ á undanförnum árum.

Fjölgun íbúa Reykjanesbæjar hefur verið nokkuð jöfn og stöðug undanfarin ár eins og sést á meðfylgjandi mynd. Í desember sl. kom smá bakslag í þessa þróun en frá apríl 2015 hefur verið stöðug fjölgun. Ef að líkum lætur má búast við að fimmtánþúsundasti íbúinn fæðist um helgina.