- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Íbúar í Reykjanesbæ voru alls 14.250 í lok apríl sl. Þeim hefur fjölgað um 113 frá áramótum, þegar íbúafjöldinn var 14.137.
Þetta kom fram á íbúafundi með bæjarstjóranum í Reykjanesbæ í Innri Njarðvík sl. mánudagskvöld.
Mikil íbúaaukning varð í Reykjanesbæ á árunum 2005-2008 en íbúafjöldinn hefur haldist tiltölulega jafn síðan. Árið 2009 varð nokkur fækkun en haldist þessi tala hefur íbúafjöldinn ekki verið meiri áður í Reykjanesbæ. Að sögn Árna Sigfússonar, bæjarstjóra skiptir mestu um íbúafjölgun að þegar Varnarliðið hvarf á braut í lok árs 2006, með tilheyrandi starfahruni, var varnarsvæðinu að stórum hluta breytt í nemendakampus þar sem skólafélagið Keilir er. Nú hafa um 1000 manns útskrifast frá Keili og íbúar með lögheimili á umræddu svæði, að Ásbrú í Reykjanesbæ eru um 1500.
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös