Píanóleikarinn Aristo Sham heldur tónleika í Bergi, Hljómahöll kl. 17:30 sunnudaginn 14. janúar.
Píanóleikarinn Aristo Sham heldur tónleika í Bergi, Hljómahöll kl. 17:30 sunnudaginn 14. janúar.

Sunnudaginn 14. janúar 2018 verður haldin Innanlandsráðstefna EPTA í Bergi tónleika- og fyrirlestrarsal Tónlistarskóla Reykjanesbæjar frá kl. 10:00-19:00. Hægt verður að kaupa dagspassa samdægurs á ráðstefnuna. Einnig verður hægt að kaupa miða á tónleika Aristo Sham eingöngu sem hefjast kl. 17:30 og eru hluti dagskrár. Aristo Sham er rísandi stjarna í píanóheiminum og hefur unnið til fjölmargra alþjóðlegra verðlauna.

Dagskrá Innanlandsráðstefnunnar verður fjölbreytt og metnaðarfull:

Björg Brjánsdóttir flautuleikari kynnir Timaniaðferðina um góða líkamsbeitingu við hljóðfæraleik. Hér má finna upplýsingar um Timianaðferðina

Bjargey Þrúður Ingólfsdóttir, deildarstjóri hljómborðsdeildar í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fjallar um spunakennslu píanónema.

Kári Árnason, sjúkraþjálfari fjallar um áhrif hljóðfæraleiks á stoðkerfið og Sunna Gunnlaugsdóttir, jazzpíanóleikari fjallar um kennslu í ritmísku píanónámi.

Prófessor Julia Mustonen-Dahlkvist, deildarstjóri píanódeildar Ingesund College of Music við háskólann í Karlstad fjallar um undirbúning nemenda fyrir keppnir. Hún situr einnig fyrir svörum ráðstefnugesta en nemendur hennar hafa unnið til verðlauna víða um heim. Hér má finna upplýsingar um Julia Mustonen-Dahlkvist.

Ráðstefnunni lýkur með með spennandi tónleikum nemanda Mustonen-Dahlkvist og rísandi stjörnu í píanóheiminum, Aristo Sham. Hann hefur hlotið fjölmörg verðlaun í alþjóðlegum keppnum á ferli sínum. Á efnisskránni verða verk eftir Scarlatti, Scriabin, Liszt, Brahms og Barber.

Hægt verður að kaupa dagspassa samdægurs á ráðstefnuna. Einnig verður hægt að kaupa miða á tónleika Aristo Sham eingöngu sem hefjast kl. 17:30. Verð dagspassa er kr. 15.000 (innifalið súpa og kaffi) og verð tónleikamiða kr. 2500, almennt verð, 1500 fyrir námsmenn, aldraða og öryrkja.

Hér má nálgast dagskrá ráðstefnunnar og  hér er Facebook síða ráðstefnunnar.