- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
"Þetta er eins og að fá eitt risastórt klapp á bakið," segir Karólína Einarsdóttir, myndmenntakennari við Akurskóla í Reykjanesbæ. Hún fékk Íslensku menntaverðlaunin 2011 í flokki ungra kennara sem í upphafi kennsluferils hafa sýnt hæfileika og lagt alúð við starf sitt. Forseti Íslands afhenti verðlaunin á miðvikudag.
Við erum mjög stolt af Karólínu. Í þakkarávarpi sínu lagði hún áherslu á að þakka samstarfsfólki sínu sem ætti sinn stóra skerf í þessari viðurkenningu. Það segir okkur að hér er öflugur hópur skólamanna á ferð og nemendur og kennarar Akurskóla, líkt og í öðrum skólum í Reykjanesbæ, geta horft með bjartsýni fram á veginn" segir Árni Sigfússon bæjarstjóri.
Karólína útskrifaðist frá Kennaraháskólanum vorið 2007 og hóf myndmenntakennslu um haustið við Akurskóla.
Í umsögn dómnefndar Íslensku menntaverðlaunanna segir að Karólína sé hugmyndaríkur frumkvöðull í kennslu. Hún hafi verið í forsvari fyrir þróunarverkefni á sviði útikennslu og tengist það áhuga Karólínu á að samþætta myndlist og útikennslu við aðrar námsgreinar. »Með störfum sínum og framgöngu hefur Karólína Einarsdóttir sýnt að hún er verðugur fulltrúi ungra kennara sem leggja mikla alúð, fagmennsku og metnað í störf sín nemendum, samstarfsmönnum og nærsamfélagi sínu til heilla,segir í umsögninni.
Leiðarljós Karólínu í kennslunni er að nemandanum líði vel og að hann sjái námstækifæri í öllu. »Það er afskaplega ánægjulegt þegar nemendur finna sig í myndlist, finna að hún gæti hentað þeim og sjá nýjan heim opnast.
Kennslustarfið hefur heillað Karólínu upp úr skónum. "Það er miklu skemmtilegra en ég bjóst við að kenna" segir Karólína í viðtali við MBL. "Starfið er rosalega gefandi og það gerir svo mikið fyrir mann sjálfan að vinna með börnum."
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös