- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Sameiginleg uppskeruhátíð ÍRB og Reykjanesbæjar fór fram í Ljónagryfjunni kl. 13:00 síðasta dag ársins 2011 þar sem útnefndir voru íþróttamenn allra sérgreina innan ÍRB ásamt því að Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbær heiðraði alla þá 214 íþróttamenn sem urðu Íslandsmeistarar á árinu.
Í ræðu Jóhanns B. Magnússonar formanns ÍRB kom m.a. fram að alls eru stundaðar 17 íþróttagreinar innan bandalagsins og að þetta var í 16 sinn sem útnefning íþróttamanns Reykjanesbæjar fer fram. Jóhann vakti einnig athygli á því að ÍSÍ kynnti nýlega margvíslega athyglisverða tölfræði um þátttöku og umfang íþróttastarfsins. Þar kom m.a. fram að 96,3% 11 ára barna á Íslandi hafa einhvertíma stundað íþróttir hjá íþróttafélögum innan ÍSÍ.
Árni Sigfússon bæjarstjóri flutti ávarp og gat þess m.a. að árið 2011 var Ár sjálfboðaliðans. Hann vildi nota þetta tækifæri og þakka öllum þeim fjölda stjórnarmanna, þjálfara og foreldra sem leggja á sig gríðarlegt sjálfboðastarf innan allra íþróttadeilda til að sjá til þess að rekstur þeirra gangi sem allra best. Hann bað viðstadda að gefa öllu þessu frábæra fólki gott lófaklapp. Það væri m.a. þessu góða fólki að þakka að árangur afreksfólksins er svo góður sem raun ber vitni. Árni lagði einnig áherslu á að það væri hverju bæjarfélagi mjög góð auglýsing að eiga afreksfólk. Bæjaryfirvöld hafi í gegnum árin stutt við bakið á íþróttunum með markvissri uppbyggingu góðra íþróttamannvirkja ,ásamt fjárstuðningi m.a. í formi þjálfaralauna og það væri stefnan að halda áfram á þeirri braut.
Hér að neðan eru nöfn þeirra sem kosnir voru íþróttamenn sérgreina 2011. Úr þessum hópi er svo íþróttamaður Reykjanesbæjar valinn:
Íþróttamaður Reykjanesbæjar 2011 er körfuknattleikskonan Pálína María Gunnlaugsdóttir
Til hamingju Pálína !
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös