- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Leið B er opin, hún er lengri (3-4 klst. fram og til baka) og nokkuð erfiðari en leið A með brattari brekku. Hún liggur að gígnum en þar er lítið að sjá eins og er þar sem lítil virkni er í gígnum og frá þessari hlið sést einungis á bakhlið gígsins.
Einnig er hægt að ganga inn Nátthaga að hraunflæðinu (leið C). Það er stutt og auðveld leið (1 klst. fram og til baka).
Frá Nátthaga má ganga áfram upp á Langahrygg og fá yfirsýn yfir gíg og gosvirkni síðustu mánaða. (1-2 klst. í viðbót). Þessi leið hefur reynst mörgum einstaklega erfið.
Gossvæðið er hættulegt og þá ekki síst vegna lélegra loftgæða. Lögregla getur án fyrirvara lokað fyrir alla umferð inn að gosstöðvunum.
Förum ekki með börn (6 ára og yngri) að gosstöðvunum ef hætta er á gasmengun. Ekki er ráðlegt að börn dvelji lengur en 15 mínútur á stað þar sem loftmengun er yfir heilsuverndarmörkum. Leitum upplýsinga um loftgæði á svæðinu áður en gengið er af stað.
Bílastæði:
Bannað er að leggja ökutækjum á og við Suðurstrandarveg. Leggja skal bílum á skipulögðum stæðum á grasflötum við veginn en aðkoma að bílastæðum er bæði úr austri og vestri.
Gönguleiðir:
Gönguleiðir A og B eru stikaðar en B leiðin er sýnu erfiðust og lengst og hefur reynst mörgum erfið. Leið C er stutt og auðveld leið. Nauðsynlegt er að vera í góðum gönguskóm og öðrum útivistarfatnaði. Á safetravel.is eru upplýsingar um stöðuna hverju sinni uppfærðar reglulega yfir daginn. Vakin er athygli á gönguleið að útsýnisstað hefur verið breytt vegna hraunflæðis.
Loftmengun:
Yfirborðsmengun getur verið í jarðvegi, snjó og yfirborðsvatni vegna þungmálma og uppsöfnunar flúors (F). Mengun er mest í næsta nágrenni við gosstöðina. Vegna loftmengunar er ekki ráðlagt að dvelja lengi við gosstöðvarnar. Börnum, öldruðum, barnshafandi konum og þeim sem hafa undirliggjandi hjarta- og lungnasjúkdóma er ráðlagt frá því að fara á gosstöðvarnar ef einhver loftmengun er yfirvofandi.
Viðbragðsaðilar:
Hagnýtir tenglar:
Important information pages (EN)
Residents should follow updates closely and follow the recommendations of the Department of Civil Protection.
Useful links:
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös