Jóladagskrá á vegum Reykjanesbæjar

Mynd tekin í Bryggjuhúsi við upptökur á Jólastundinni okkar 2016.
Mynd tekin í Bryggjuhúsi við upptökur á Jólastundinni okkar 2016.

Í viðburðadagatali Reykjanesbæjar sem sjá má hér neðar á síðunni er búið að setja inn hina ýmsu viðburði tengda jólum og hvetjum við fólk til að kynna sér þá. Til hægðarauka höfum við tekið hér saman helstu viðburði desembermánaðar og nokkuð ljóst að engum ætti að þurfa að leiðast á aðventunni.

Jóladagskrá í Reykjanesbæ 2018 

Föstudagur 23. nóvember kl. 16.30 : Bókasafn
Bókakonfekt barnanna – upplestur fyrir börn. Arndís Þórarinsdóttir les upp úr Nærbuxnaverksmiðjunni og Katrín Ósk Jóhannsdóttir upp úr Mömmugull. Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Ráðhúskaffi býður upp á heitt súkkulaði og piparkökur.

Fimmtudagur 29. nóvember kl. 20.00 :  Bókasafn
Bókakonfekt – upplestrarkvöld fyrir fullorðna. Dagný Gísladóttir, Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum.

Föstudagur 30. nóvember kl. 16.30 :  Bókasafn
Bókabíó. Jólamyndin The Polar Express sýnd í miðju bókasafnsins. Myndin hentar fyrir börn frá 6 ára aldri.

Laugardagur 1. desember kl. 11:30 : Bókasafn
Notaleg jólasögustund með Höllu Karen sem syngur jólalög fyrir yngsta aldurshópinn.

Laugardagur 1. desember - 6. janúar kl. 12.00-17.00 : Duus Safnahús
Jólasveinaratleikur og óskalistar til jólasveinanna. Á aðventunni, frá 1. desember, stendur fjölskyldum til boða að fara í ratleik í Bryggjuhúsinu og leita að gömlu jólasveinunum sem hafa falið sig hér og þar um húsið. Þá er hægt og biðja Skessuna í hellinum um að koma óskalista til jólasveinanna.

Laugardagur 1. desember kl. 16.00 :  Duus Safnahús
Sveitarfélögin á Suðurnesjum bjóða til fagnaðar í Bíósal Duus Safnahúsa í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Frásagnir, tónlist og gamanmál (Ari Eldjárn).

Sunnudagur 2. desember kl. 14.00-16.00 : Duus Safnhús 
Skreytum saman í Bryggjuhúsi. Fjölskyldur búa til kramarhús, músastiga og jólahjörtu til að skreyta  Stofuna í Duus fyrir gamaldags jólaball í anda Duusverslunarinnar sem haldið verður 9.desember. 

Sunnudagur 2. desember kl. 17.00 : Tjarnargötutorg
Tökum fagnandi á móti aðventunni með tendrun ljósanna á vinabæjarjólatrénu frá Kristiansand á Tjarnargötutorgi. Jólatónlist, skemmtiatriði fyrir börnin, jólasveinar, heitt kakó og piparkökur.

Miðvikudagur 5. desember kl. 18:00-20:00 : Bókasafn Reykjanesbæjar
Jólaskiptimarkaður: leikföng, barnabækur og spariföt. Allir geta mætt með notuð (en vel farin) leikföng, spariföt barna og barnabækur og tekið nýjan,  notaðan hlut með sér heim í staðinn. Með þessu móti getum við gert jólin umhverfisvænni. Að auki verða kynnt „30 vistvæn ráð fyrir jólin“ til þess að draga úr sóun yfir jólahátíðina. Fram til 10. desember mun safnið bjóða upp á viðburði sem miða að því að gera jólin umhverfisvænni.

Sunnudagur 9. desember kl. 14.00 -15.00 : Duus Safnahús
Jólatrésskemmtun í stíl við þær sem voru haldnar í Bryggjuhúsi Duus fyrir 100 árum.  Sungið og dansað í kringum jólatré, íslenskur jólasveinn og eitthvað gott í kramarhúsi.

Fimmtudagurinn 13. desember kl. 16.30 : Bókasafn
Gítartónleikar á vegum Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Vikan 17.-22. desember : Bókasafn
Fjölbreytt jólaföndur á hverjum degi fyrir alla fjölskylduna.

Sunnudagur 6. janúar kl. 17.00 :  Hátíðarsvæði við Hafnargötu 12
Þrumandi þrettándagleði. Blysför frá Myllubakkaskóla, gengið að hátíðarsvæði við Hafnargötu í fylgd álfa og púka þar sem Grýla gamla tekur á móti gestum. Brenna og flugeldasýning og heitt kakó og piparkökur til að halda hita á mannskapnum.

Fyrir þá sem vilja fá dagskrána myndrænt og í einu skjali  á pdf formi, meðal annars til að hengja á ísskápinn, má nálgast það með smelli á þennan tengil.