Jólasýning í stígvélagarði.

Frá listaverkagarði.
Frá listaverkagarði.

Á aðventu stendur yfir skemmtileg jólasýning í listaverkagarði leikskólabarna á Holti.

Á sýningunni eru listaverk sem börnin hafa verið að vinna á síðustu dögum, málað á plast, þæfðar ullarkúlur sem hanga á fallegum greinum og steinalistaverk svo eitthvað sé nefnt.

Við hvetjum alla til að gera sér ferð í listaverkagarðinn og skoða. Garðurinn stendur við göngustíginn við strandlengjuna í Innri Njarðvík fyrir neðan tjarnirnar.