Glæsileg flugeldasýning.
Glæsileg flugeldasýning.

Laugardaginn 10. janúar kl. 18:00 verða jólin í Reykjanesbæ kvödd með glæsilegri flugeldasýningu Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Ekki var hægt að skjóta flugeldunum upp á þrettándanum vegna vonskuveðurs en þá var sýningin uppsett og klár og í raun ekkert eftir nema að kveikja í. Því var brugðið á það ráð að fresta sýningunni þar til betur spáði. Skotið verður upp af Berginu, eins og á Ljósanótt, og því upplagt að fylgjast með sýningunni frá hátíðarsvæðinu á Bakkalág.