Jón Haukur Hafsteinsson ráðinn aðstoðarskólastjóri Stapaskóla

Jón Haukur Hafsteinsson hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri Stapaskóla
Jón Haukur Hafsteinsson hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri Stapaskóla

Jón Haukur Hafsteinsson hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri með sérhæfingu á grunnskólastigi í Stapaskóla.

Jón Haukur lauk B.Sc. í íþróttafræði frá Kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík árið 2009. Hann er með kennsluréttindi á grunn- og framhaldsskólastigi auk þess sem hann hefur lokið viðbótardiplómu í Stjórnun menntastofnana frá Háskóla Íslands árið 2015.

Jón Haukur hefur starfað í Háaleitisskóla í Reykjanesbæ frá árinu 2009 m.a. sem íþróttakennari, forstöðumaður sérdeildar Goðheima og í þrjú ár sem aðstoðarskólastjóri.

Við bjóðum Jón Hauk velkominn til starfa á nýjum vettvangi innan sveitarfélagsins.