- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
„Það er mikilvægt að gefa börnum færi á návist við dýrin, sérlega ungviðið. Þetta er einn að þeim þáttum sem mun framvegis gera lífið litríkara hér í Reykjanesbæ" segir Árni Sigfússon bæjarstjóri í tilefni af því að litlum húsdýragarði hefur verið komið upp í Víkingaheimum í innri Njarðvík. Kálfar, lömb, kiðlingar, landnámshænur, geitur og kanínur eru komnar í garðinn.
Garðurinn opnaði í dag, laugardag og verður opinn framvegis frá sumarbyrjun og fram á haust.
Börnin kunnu strax vel að meta ungviði landnámsdýranna eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru á barnahátíð í Reykjanesbæ.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)