Karen ehf. mun áfram reka leikskólann Gimli

Helgi Arnarson sviðsstjóri Fræðslusviðs, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Karen Valdimarsdóttir…
Helgi Arnarson sviðsstjóri Fræðslusviðs, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Karen Valdimarsdóttir eigandi Karen ehf. og Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi Reykjanesbæjar við undirritunina.

Í vikunni var undirritaður viðauki við samning við Karen Valdimarsdóttur eiganda Karen ehf. um rekstur leikskólans Gimlis til næstu þriggja ára. Karen ehf. hefur rekið skólann farsællega í 13 ár.

Með undirritun þessa samnings hefur rekstur allra þjónustureknu leikskólanna í Reykjanesbæ verið tryggður. Aðrir þjónustureknir leikskólar eru Heilsuleikskólinn Háaleiti, sem rekinn er af Skólum ehf. og Völlur og Akur sem reknir eru Hjallastefnunni.

Sjá frétt um fyrri undirritanir.