Keflavík-Njarðvík í úrslitum í bikarkeppni kvenna í körfuknattleik

Glaðar Njarðvíkurstúlkur eftir sigur á Skallagrím í gærkvöldi. Ljósmynd: UMFN
Glaðar Njarðvíkurstúlkur eftir sigur á Skallagrím í gærkvöldi. Ljósmynd: UMFN

Það verður spennandi nágrannaslagur í úrslitaleik bikarkeppni kvenna í körfuknattleik– Maltbikarnum á morgun. Úrslitaleikurinn fer fram í Laugardalshöllinni, hefst kl. 16:30 og verður sjónvarpað beint á RUV.

Lið Keflavíkur og Njarðvíkur sigruðu andstæðinga sína í leikjum gærkvöldsins. Leikirnir voru æsispennandi og mjótt á munum. Keflavík/Snæfell 83/81 og Njarðvík/Skallagrímur 78/75.

ÁFRAM KEFLAVÍK! ÁFRAM NJARÐVÍK!