Keflavíkurkirkja 95 ára

Frá 95 ára afmælisveislu Keflavíkurkirkju
Frá 95 ára afmælisveislu Keflavíkurkirkju

Keflavíkurkirkja hélt upp á 95 ára afmæli sitt í gær með hátíðarguðsþjónustu en að henni lokinni var gestum boðið upp á snittur og afmælisköku í safnaðarheimilinu Kirkjulundi.

Sigrún A. Jónsdóttir, dr. Gunnar Kristjánsson og Kristján Jónsson fluttu erindi í kirkjuskipinu um sögu Keflavíkurkirkju. Sögusýning kirkjunnar verður opin í safnaðarheimilinu og má þar m.a. sjá gamlar myndir og úrklippur frá liðnum árum í kirkjustarfinu og predikunarstóllinn sem var í kirkjunni fyrir breytingarnar 1967 er kominn á veglegan stað í safnaðarheimilinu.

Um kvöldið var boðið til gospeltónleika í kirkjunni undir stjórn Óskars Einarssonar.