Keflavíkurvöllur (Nettóvöllurinn ) fékk frábæra einkunn

Nettóvöllurinn er í góðu standi, eins og sjá má á myndinni.
Nettóvöllurinn er í góðu standi, eins og sjá má á myndinni.

Sunnudaginn 12. maí sl. tók meistaraflokkur karla í Keflavík á móti KR á Nettóvellinum. Við venjubundna úttekt eftirlitsaðila frá KSÍ á aðstæðum fékk knattspyrnuvöllurinn umsögnina „Framúrskarandi“.  Þessi einkunn er mikið ánægjuefni og er tilkominn vegna margra samverkandi þátta. Má þar nefna hitalögnina undir vellinum, nýtt vatnsúðunarkerfi og einnig hvernig hann var uppbyggður við endurnýjun hans fyrir 3 árum.
Síðast en ekki síst má þakka þessa góðu umsögn góðu starfi vallarstjórans, Sævars Leifssonar, sem fær góða ráðgjöf  frá fyrirtækinu Lauftækni ehf. varðandi  m.a. umhirðu og áburðargjöf á völlinn. 

Myndin er tekin af vef Víkurfrétta.