Kirkjumarkaður og afmælishátíð í Keflavíkurkirkju á Degi barnsins

Keflavíkurkirkja fagnar Degi barnsins 30. maí n.k. með kirkjumarkaði og afmælishátíð.

Boðið verður upp á gönguferðir með börnin um söguslóðir kirkjunnar, Tombólu og funheitt grill og pylsur handa öllum í boði Gopa.
Sigurjónsbakarí býður í afmælisköku og trúðarnir Essí og Gússí koma í heimsókn.

Sr. Björn Jónsson gefur málverk í tilefni dagsins og velferðarsjóðurinn fær gjafir.

Allur ágóði rennur til að laga klukkurnar í turni kirkjunnar.