- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, mun hefja störf að nýju þann 1. febrúar eftir tæplega 5 mánaða veikindaleyfi. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir lætur af störfum á sama tíma sem starfandi bæjarstjóri. Eins og fram hefur komið greindist Kjartan Már með krabbamein í blöðruhálskirtli í júlí sl. Hann hóf lyfjameðferð strax en í nóvember hófst geislameðferð sem lauk um miðjan desember og hann svaraði vel. Síðan þá hefur Kjartan Már verið að safna kröftum og gengið vel. “Ég hlakka til að byrja aftur í þessu skemmtilega en krefjandi starfi. Það er margt spennandi á döfinni en líka margar áskoranir” segir Kjartan Már.

Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)