Kjörskrá og kjörstaðir: Sveitarstjórnarkosningar 2010

Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 29. maí 2010 liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar frá 18. maí fram að kjördegi.

Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra eru á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrár skal beint til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.

Kjörfundur fyrir íbúa í Innri Njarðvík, Höfnum og Ásbrú er í Akurskóla
Kjörfundur fyrir íbúa í Ytri Njarðvík er í Njarðvíkurskóla
Kjörfundur fyrir íbúa í Keflavík er í Heiðarskóla


Sérstök athygli er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði.

Kjörstaðir opna kl. 9:00 og loka kl. 22:00.
Á kjördag mun yfirkjörstjórn hafa aðsetur í Heiðarskóla sími 420 4515.


SJÁ NÁNAR Á KOSNING.IS