- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Meðal þeirra breytinga sem verða á Ljósanæturhátíðinni í ár er að kvölddagskrá föstudagskvölds og kjötsúpa Skólamatar færast frá smábátahöfn í Gróf að gatnamótum Hafnargötu 30 og Tjarnargötu. Segja má að kveikjan að þessari breytingu sé til komin vegna þess sviðs sem sett var upp í fyrra við Hafnargötu 30 þar sem full dagskrá gekk bæði föstudagskvöld og allan laugardaginn og þótti takast vel. Í framhaldinu kviknaði sú hugmynd að koma á samstarfi við þetta vel heppnaða einkaframtak skemmtistaðarins H30 og nýta sviðið undir hina hefðbundnu föstudagsdagskrá bæjarins í stað þess að sett væri upp sérstakt svið undir hana. Fyrirtækið Skólamatur tók vel í breytinguna og verða því bæði kjötsúpan og kvölddagskrá föstudagskvölds á nýjum stað að þessu sinni í góðu skjóli frá háum byggingum Hafnargötunnar.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)