Komdu út að plokka!

Stóri Plokkdagurinn verður haldin 27. apríl og er sannarlega orðin einn af vorboðunum í Reykjanesbæ.

Að plokka fegrar bæjarfélagið okkar og náttúru en víða er mikið af plasti og öðru rusli eftir vindasaman vetur. Núna er rétta tækifærið til að sópa og hreinsa sitt nærumhverfi og gera fallega bæinn okkar snyrtilegri fyrir sumarið.

Allir geta plokkað, hvort sem þeir fara um einir eða í göngu með vinum eða fjölskyldu.

Eftir plokk má setja pokana í plokk-kerin. Ef það er ekki ker í nágrenninu er hægt að senda tölvupóst á umhverfismidstod@reykjanesbaer.is með staðsetningu á ruslinu og Umhverfismiðstöð Reykjanesbæjar mun sækja það.

Hér eru staðsetningarnar á þeim um það bil:
Hafnir – hjá grendargámum
Ásbrú – við leikskólann í neðra hverfi og gatnamótum Grænásbrautar/Bogabrautar (2 staðir)
Njarðvík – Mói við Þjóðbraut/Krossmóa
Keflavík – Heiðarberg/Heiðarendi og við innskot efst á Aðalgötu. (2 staðir)

Munum bara að þvo hendur þegar heim er komið og sinna persónulegum sóttvörnum samhliða plokkinu. Við viljum hvetja alla íbúa til þess að taka þátt, hvort sem það verða 10 plokk eða heill ruslapoki, allt skiptir máli. Munum að þetta er bærinn okkar og ábyrgðin okkar. Nánari upplýsingar er að finna á www.plokk.is