- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar er í spennandi samstarfsverkefni með hópi kvenna í tónlist sem kallar sig ReykjavíkBarokk.
Samstarfsverkefnið er tónlistarhátíð sem hefur fengið heitið „Kona-Forntónlistarhátíð“ og fer fram í Bergi og Stapa í Hljómahöll n.k. laugardag og sunnudag. Aðgangur að viðburðum hátíðarinnar er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.
Hátíðinni er annars vegar ætlað að vekja athygli á konum fyrri alda í Evrópu sem stunduðu hljóðfæraleik og tónsmíðar en fengu litla sem enga athygli fyrir verk sín. Í þeim þætti hátíðarinnar leika nokkrir hljóðfæranemendur skólans með ReykjavíkBarokk á tónleikum í Bergi.
Hins vegar er hátíðinni ætlað að draga fram í dagsljósið kveðskap íslenskra kvenna og annarra fyrr á öldum, sem tengdist sjósókn. Í því sambandi verður fluttur kveðskapur eftir Látra-Björgu og Hallgrím Pétursson. Þessi hluti hátíðarinnar nefnist „Sjókonur og snillingar“ sem er glænýtt tónleikhús þar sem nemendur úr Kjarna 1 taka þátt.
Laugardagur 6. nóvember | Kl. 13:00 Berg: Tónleikar
Tónleikarnir verða um 20 mín. langir og það verður áhugavert að heyra Ólöfu leika þessa stórkostlegu tónlist Bachs. Gengið inn í gegn um Tónlistarskólann.
Sunnudagur 7. nóvember | Kl. 14:00 Berg: Tónleikar
Tónleikarnir verða um klukkustundar langir með fróðlegum og skemmtilegum kynningum inn á milli. Fyrir utan það að nemendur okkar leika með þessum frábæru atvinnutónlistarmönnum, þá er tvennt annað mjög áhugavert; að semballinn okkar verður í töluverðu hlutverki og svo það einstaka tækifæri að fá að heyra tónlist þessara tónskálda, sem hefur verið svo sjaldan leikin í gegn um tíðina.
Gengið inn í gegn um Tónlistarskólann.
Sunnudagur 7. nóvember | Kl. 16:00 Stapi: Sjókonur og snillingar – Tónleikhús
Gengið inn um inngang Stapa.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)