- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Í alþingiskosningunum laugardaginn 25. september 2021 munu kjósendur í Reykjanesbæ greiða atkvæði í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Jafnframt hefur götum verið deilt á kjördeildir eftir stafrófsröð og er kjósendum bent á að kynna sér í hvaða kjördeild þeim ber að kjósa á vef Reykjanesbæjar.
Kjörskrá miðast við skráð lögheimili kjósenda hjá Þjóðskrá Íslands þann 21. ágúst 2021. Kjósendum er frjálst að skoða kjörskrána og liggur hún frammi í þjónustuveri Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, Reykjanesbæ og á www.kosning.is.
Kjörfundur í Reykjanesbæ hefst kl 9:00 og lýkur eigi síðar en klukkan 22:00.
Yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar
Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir
Magnea Herborg Björnsdóttir
Valur Ármann Gunnarsson

Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)