Kristín ráðin í starf leikskólafulltrúa

Kristín Helgadóttir
Kristín Helgadóttir

Kristín Helgadóttir hefur verið ráðin leikskólafulltrúi á fræðslusviði Reykjanesbæjar. Hún tekur við starfinu af Ingibjörgu Bryndísi Hilmarsdóttur sem hefur hafið störf hjá Menntamálastofnun við þjóðarátak í læsi. 

Kristín hefur starfað sem leikskólastjóri á Holti frá árinu 1993 og hefur yfir 20 ára starfsreynslu í leikskóla sem leiðbeinandi, leikskólakennari, deildarstjóri, aðstoðarleikskólastjóri og leikskólastjóri.

Kristín lauk leikskólakennaraprófi frá Fósturskóla Íslands 1990 og dipl.Ed í stjórnun frá Kennaraháskóla Íslands 2003.