Margréti þökkuð góð störf.
Margréti þökkuð góð störf.

Margrét Pétursdóttir lét af störfum í dag sem matráður á Hæfingarstöðinni.  Árni Sigfússon bæjarstjóri þakkaði Margréti fyrir vel unnin störf og þá umhyggju og virðingu sem hafa einkennt störf hennar í þjónustu við fatlað fólk í Reykjanesbæ. Samstarfsfólk og þjónustunotendur þökkuðu Margréti einnig samstarfið og buðu svo í veislu að þeirra hætti.