Kynning á deiliskipulagi í Hlíðarhverfi (Nicel svæði)

Nú er í kynningu hjá Reykjanesbæ deiliskipulagstillaga í Hlíðarhverfi (Nicel svæði). Hægt er að kynna sér tillögurnar á tímabilinu 22. október til 3. desember 2015.

Deiliskipulagssvæðið er um 14. ha sunnan Efstaleitis,vestan Holtahverfis og nær að Þjóðbraut. Á svæðinu er eingöngu reiknað með íbúðum sem ýmist eru einbýli, parhús, raðhús eða fjölbýli. Hæð húsa er frá einni hæð upp í fjórar hæðir.

Deiliskipulagstillagan er auglýst í samræmi við 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 3.desember 2014. Skila skal inn skriflegum athugasemdum  á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12, Reykjanesbæ.

Skipulagsfulltrúi er Sveinn Númi Vilhjálmsson