- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Embætti landlæknis mun kynna Lýðheilsuvísa á fundi í Hljómahöll fimmtudaginn 6. júní kl. 10:30 til 13:00. Leiðheilsuvísar eru gerðir árlega eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi. Í þeim kemur m.a. fram tengsl lýðheilsu og lifnaðarhátta. Alma D. Möller landlæknir mun svara spurningunni Hvers vegna lýðheilsuvísar? Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri fjallar um nýtingu lýðheilsuvísa í Reykjanesbæ.
Lýðheilsuvísar eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar. Birting lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi er liður í því að veita yfirsýn yfir lýðheilsu í hverju umdæmi fyrir sig, í samanburði við landið í heild. Lýðheilsuvísum er ætlað að auðvelda sveitarfélögum, heilsueflandi samfélögum og heilbrigðisþjónustu að greina stöðuna í eigin umdæmi, finna styrkleika og áskoranir. Einnig að skilja þarfir íbúanna þannig að hægt sé að vinna að því að bæta heilsu og líðan.
Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn.
Fundarstjóri er Markús Ingólfur Eiríksson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
Með því að smella á þennan tengil má nálgast Lýðheilsuvísa 2018, Suðurnes
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)