Kynning á Lýðheilsuvísum

Vellíðan fyrir alla óháð aldri, kyn og erfðum. Ljósmynd úr Lýðheilsuvísi 2018, Suðurnes
Vellíðan fyrir alla óháð aldri, kyn og erfðum. Ljósmynd úr Lýðheilsuvísi 2018, Suðurnes

Embætti landlæknis mun kynna Lýðheilsuvísa á fundi í Hljómahöll fimmtudaginn 6. júní kl. 10:30 til 13:00. Leiðheilsuvísar eru gerðir árlega eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi. Í þeim kemur m.a. fram tengsl lýðheilsu og lifnaðarhátta. Alma D. Möller landlæknir mun svara spurningunni Hvers vegna lýðheilsuvísar? Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri fjallar um nýtingu lýðheilsuvísa í Reykjanesbæ.

Lýðheilsuvísar eru safn mælikvarða sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar. Birting lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi er liður í því að veita yfirsýn yfir lýðheilsu í hverju umdæmi fyrir sig, í samanburði við landið í heild. Lýðheilsuvísum er ætlað að auðvelda sveitarfélögum, heilsueflandi samfélögum og heilbrigðisþjónustu að greina stöðuna í eigin umdæmi, finna styrkleika og áskoranir. Einnig að skilja þarfir íbúanna þannig að hægt sé að vinna að því að bæta heilsu og líðan.

Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn.

Dagskrá

  • 10.30 Ávarp, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra
  • 10.40 Hvers vegna lýðheilsuvísar? Alma D. Möller landlæknir
  • 10.55 Lýðheilsuvísar tengdir lifnaðarháttum, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri Embætti landlæknis
  • 11.10 Lýðheilsuvísar tengdir heilsu og sjúkdómum, Sigríður Haraldsdóttir sviðsstjóri Embætti landlæknis
  • 11.25 Nýting lýðheilsuvísa í Reykjanesbæ, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar
  • 11.40 Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
  • 11.55 Pallborðsumræður
  • 12:15 Veitingar

Fundarstjóri er Markús Ingólfur Eiríksson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.

Með því að smella á þennan tengil má nálgast Lýðheilsuvísa 2018, Suðurnes