Kynning á Skólaslit III er hafin í grunnskólum

Ljósmynd tekin í Stapa þegar Ævar Þór heimsótti nemendur í 5. og 6.bekk Holtaskóla
Ljósmynd tekin í Stapa þegar Ævar Þór heimsótti nemendur í 5. og 6.bekk Holtaskóla

Þessa dagana er Ævar Þór Benediktsson að heimsækja alla grunnskóla í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ til að kynna lestrarupplifunina Skólaslit 3, Öskurdagur. Þar les hann fyrir nemendur í 5. -7. bekk fyrsta kafla sögunnar, frumsýnir veggspjald og ræðir við nemendur um söguna og sögugerð.

Sagan mun koma á hverjum virkum degi í október á vefsíðuna www.skolaslit.is.

Nemendur geta haft áhrif á framgang sögunnar með því að koma með hugmyndir og/eða spurt spurninga með því að senda póst á skolaslit@gmail.com.