kynningarfundur - heilsuefling fyrir 65+

Fjölþætt heilsuefling er verkefni fyrir einstaklinga sem eru 65 ára eða eldri. Verkefnið er samstarfsverkefni Reykjanesbæjar og Janusar heilsueflingar. Lagt er upp með markvissa þol- og styrktarþjálfun, reglulegar heilsufarsmælingar, fræðslu og ráðgjöf um holla næringu og aðra heilsueflandi þætti. Markmið með þátttöku í verkefninu er að gera einstaklinginn hæfari til að spyrna fótum gegn öldrunareinkennum og takast betur á við heilsutengdar breytingar sem fylgja hækkandi aldri.

Fjölþætt heilsuefling 65+ í Reykjanesbæ inniheldur meðal annars:

  • Styrktarþjálfun í Sporthúsinu 2x í viku, 8-12 saman í hóp með þjálfara
  • Þolþjálfun á mánudögum í Reykjaneshöllinni yfir veturinn en utandyra að vori, sumri og hausti
  • Reglulegir fyrirlestrar frá læknum, næringarfræðingum, sjúkraþjálfurum og öðrum sérfræðingum
  • Ítarleg heilsufarsmæling á sex mánaða fresti hjá Janusi heilsueflingu
  • Blóðmælingar og heilsufarsviðtal á vegum HSS
  • Rafrænir heilsupistlar og annar fróðleikur um hollan lífsstíl
  • Aðgangur að lokuðum Facebook hópi með fróðleik og stuðning og heilsu-appi Janusar heilsueflingar
  • Aðgangskort í Sporthúsið Reykjanesbæ

Ef þú hefur náð 65 ára aldri getur þú sótt um þátttöku með því að smella hér

Hvetjum þig til að mæta á kynningarfund í Íþróttaakademíunni mánudaginn 5. september kl. 17:00. Þar verður farið yfir verkefnið, innihald þess og markmið auk þess sem spurningum er svarað um efnið.