Kynningarfundur í Reykjanesbæ

Janus heilsuefling er að taka á móti nýjum hópi í Reykjanesbæ í fjölþættri heilsueflingu fyrir þau sem eru 65 ára og eldri. Að því tilefni verður haldinn kynningarfundur í Íþróttaakademíunni mánudaginn 17. maí kl. 17:30
 
Fjölþætt heilsuefling er verkefni fyrir einstaklinga sem eru 65 ára eða eldri. Lagt er upp með markvissa þol- og styrktarjálfun, reglulegar heilsufarsmælingar, fræðslu og ráðgjöf um holla næringu og aðra heilsueflandi þætti. Markmið með þátttöku í verkefninu er að gera einstaklinginn hæfari til að spyrna fótum gegn öldrunareinkennum og takast betur á við heilsu-tengdar breytingar sem fylgja hækkandi aldri.
 

 Fjölþætt heilsuefling 65+ í Reykjanesbæ inniheldur meðal annars:

  •  Styrktarþjálfun í Sporthúsinu 2x í viku, 8-12 saman í hóp með þjálfara
  • Þolþjálfun á mánudögum í Reykjaneshöllinni yfir veturinn en utandyra að vori, sumri og hausti
  • Reglulegir fyrirlestrar frá læknum, næringarfræðingum, sjúkraþjálfurum og öðrum sérfræðingum
  • Ítarleg heilsufarsmæling á 6 mánaða fresti hjá Janusi heilsueflingu
  • Blóðmælingar og heilsufarsviðtal á vegum HSS
  • Rafrænir heilsupistlar og annar fróðleikur um hollan lífsstíl
  • Aðgangur að lokuðum Facebook hópi með fróðleik og stuðning og heilsu-appi Janusar heilsueflingar
  • Aðgangskort í Sporthúsið Reykjanesbæ
 
Markmið verkefnis og væntanlegur ávinningur
Markmiðið er meðal annars að gera þig hæfari til að takast á við breytingar sem fylgja hækkandi aldri. Með markvissri þátttöku í þol- og styrktaræfingum auk ráðgjafar um holla næringu og aðra heilsueflandi þætti getur þú spyrnt við fótum gegn öldrunareinkennum samhliða því að bæta heilsu þína og lífsgæði.
 
Verkefnið hefst með heilsufarsmælingum sem eru endurteknar á 6 mánaða fresti.
Verkefnið er að skila einstökum árangri hér í Reykjanesbæ og einnig í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum.


Umsókn um þátttöku:
www.janusheilsuefling.is/