Kynningarfundur um fjölþætta heilsueflingu 65+

Kynningarfundur um fjölþætta heilsueflingu 65+ verður haldinn að Nesvöllum, Njarðarvöllum 4, miðvik…
Kynningarfundur um fjölþætta heilsueflingu 65+ verður haldinn að Nesvöllum, Njarðarvöllum 4, miðvikudaginn 21. ágúst kl. 19:30.

Kynningarfundur um fjölþætta heilsueflingu 65+ verður haldinn að Nesvöllum, Njarðarvöllum 4, miðvikudaginn 21. ágúst kl. 19:30.

Markmið verkefnis og væntanlegur ávinningur

Á fundinum verður farið yfir markmið verkefnis og væntanlegan ávinning. Markmiðið er meðal annars að gera þig hæfari til að takast á við breytingar sem fylgja hækkandi aldri. Með markvissri þátttöku í þol- og styrktaræfingum auk ráðgjafar um holla næringu og aðra heilsueflandi þætti getur þú spyrnt við fótum gegn öldrunareinkennum samhliða því að bæta heilsu þína og lífsgæði.

Verkefnið hefst með heilsufarsmælingum sem eru endurteknar á 6 mánaða fresti. Verkefnið er að skila einstökum árangri hér í Reykjanesbæ og einnig í Hafnarfirði. Þetta er fjórði hópurinn sem tekinn er inn í Reykjanesbæ.

Umsókn um þátttöku

Að loknum kynningarfundi verður hægt að sækja um þátttöku í verkefninu. Fjöldi þátttakenda sem verður tekinn inn að þessu sinni er þó takmarkaður.

Nánari upplýsingar er að finna á vef Janusar heilsueflingar