Landskeppni í lestri að hefjast

Að lesa á hvolfi getur verið skemmtileg tilbreyting.
Að lesa á hvolfi getur verið skemmtileg tilbreyting.

Allir lesa er landskeppni í lestri sem hefst á morgun. Starfsfólk Bókasafns Reykjanesbæjar tekur að sjálfsögðu þátt í keppninni og hvetur bæjarbúa til að gera slíkt hið saman. Við viljum ekki síður vekja athygli á lestri í samfélagsmiðlum og hvetjum því alla til að merkja skemmtilegar lestrarmyndir með merkjunum #allir lesa og #bokasafnreykjanesbaejar á Instagram og Facebook. Ef þið viljið eiga möguleika á því að myndin birtist í Víkurfréttum, munið þá eftir  #vikurfrettir. Bókasafnið veitir verðlaun fyrir skemmtilegustu lestrarmyndina.

Skráðu þitt lið til leiks

Allir lesa gengur út að þátttakendur skrái þá titla sem þeir lesa og þann tíma sem þeir verja í lestur í lestrardagbók á vefnum allirlesa.is. Allar tegundir bóka eru gjaldgengar í keppnina, líka raf- og hljóðbækur. Keppnin er liðakeppni og tilvalið er að skrá fjölskylduna, vinahópinn eða vinnustaðinn til keppni. Skráning liða er hafin og verður lestrardagbókin opin á vefnum eftir að keppni lýkur þann 16. nóvember, á Degi íslenskrar tungu.