Leiðsögn. ljósmyndir og Suðurnesjahönnuðir í Duushúsum um helgina

Um helgina lýkur sýningu á verkum Karolínu Lárusdóttur, Dæmisögur úr sumarlandinu. í sýningarsla Listasafnsins. Í tilefni þess verður Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur með leiðsögn um sýninguna kl. 14.00 á laugardag. Einnig mun hann árita bók sína um Karolínu sem er til sölu á staðnum.

Um helgina lýkur einnig sýningunni Hönnun á Suðurnesjum sem er samstarfsverkefni með hönnunarklasanum Marís. Á laugardag kl. 15.00 verða hönnuðirnir á staðnum og bjóða gesti og gangandi velkomna til að skoða hönnunina og spjalla.

Í Bíósal lýkur senn ljósmyndasýningunni Þrælkun, þroski, þrá þar sem gefur að líta valdar ljósmyndir eftir íslenska ljósmyndara sem varðveittar eru í Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni. Þar er fjallað um börn við vinnu á sjó og í landi. Sýningin vekur upp spurningar um vinnumenningu og barnauppeldi á Íslandi á fyrri hluta 20. aldar, hvernig ljósmyndir geta breytt viðhorfi okkar til fortíðarinnar eftir því samhengi sem þær eru skoðaðar í. Þær kveikja umhugsun um vinnu barna, aðbúnað þeirra og vinnuskilyrði og samskipti sjómanna og barna. Hvenær breytast ævintýri og heilbrigð vinnumenning í þrælkun? Hvenær verða aðstæðurnar óyfirstíganlegar fyrir lítil börn, líkamlega og tilfinningalega. Hvar liggja mörkin?