- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Föstudaginn 14. maí var undirritaður samstarfssamningur milli Latabæjar og Reykjanesbæjar um varðveislu á leikmunum og sviðsmyndum Latabæjar.
Samningurinn felur í sér að settur verði upp leikjagarður þar sem sviðsmyndirnar skipa stórt hlutverk og gestirnir geta sett sig í spor Sollu stirðu, Íþróttaálfsins og annarra þekktra persóna úr Latabæ. Vonir standa til að hægt verði að opna þennan ævintýraheim í Rammanum á næstu Ljósanótt.
Á myndinni má sjá Guðmund Magnason framkvæmdastjóra Latabæjar ásamt Baldri bæjarstjóra Latabæjar og Árna bæjarstjóra Reykjabæjar.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)