- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Rúmlega fimmtíu leikskólastjórar úr Reykjavík ásamt starfsfólki skóla og frístundasviðs voru á ferðinni í Reykjanesbæ í síðustu viku til að kynna sér starf leikskólanna í bænum. Skoðaðir voru sjö leikskólar og einnig kynntu leikskólastjórarnir sér starf Keilis og Eldeyjar á Ásbrú. Í lok dagsins var síðan móttaka í Víkingaheimum þar sem leikskólafulltrúi og fræðslustjóri ávörpuðu hópinn.
Að sögn Ingibjargar Bryndísar leikskólafulltrúa voru Reykvíkingarnir ánægðir með heimsóknina og báru lof á faglegt starf leikskólanna og móttökur kollega sinna hér.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)