- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Leikskólinn Holt fékk góðan styrk frá Erasmus+ til að vinna samstarfsverkefni með skólum í þremur löndum í Póllandi, Slóveníu og á Spáni. Verkefnið ber heitið „Through democracy to literacy“ og mun standa yfir næstu tvö árin.
Holt er stýriskóli verkefnisins og heldur utan um skýrslur og verkefnið í heild. Styrkurinn gerir skólanum kleift að ferðast til þessara landa, skoða og kynnast starfi samstarfsskólanna.
Eins og nafnið ber með sér þá ætlar starfsfólk að rýna í lýðræði og læsi og skoða hvernig það stendur að þessum þáttum í skólastarfinu. Markmiðið er að bæta vinnubrögðin og læra nýja hluti.
Að sögn Kristínar Helgadóttur leikskólastjóra er þetta bæði spennandi og áhugavert verkefni og er starfsmannahópurinn fullur tilhlökkunar að takast á við það.
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös