Leikskólinn Holt hefur hlotið titilinn eTwinning skóli fyrstur leikskóla

Mynd frá þátttöku skólans í eTwinning verkefninu Greppikló. Ljósmynd: Leikskólinn Holt
Mynd frá þátttöku skólans í eTwinning verkefninu Greppikló. Ljósmynd: Leikskólinn Holt

Leikskólinn Holt hlaut á dögunum titilinn eTwinning skóli, fyrstur leikskóla á Íslandi. Aðrir skóla sem hlutu þennan titil eru Stóru-Vogaskóli, Flataskóli og Grunnskóli Bolungavíkur. Viðurkenningin byggist á öruggri netnotkun og breiðri þátttöku í eTwinning og alþjóðasamstarfi. 

Viðurkenningin kemur frá landsskrifstofa eTwinning verkefnisins. Tekið er fram að hin breiða þátttaka vísi til þess að þátttaka byggist ekki á framtaki einstakra kennara heldur sé markviss, njóti stuðning skólastjórnenda og nái til fjölda nemenda.

Að gerast eTwinning skóli er liður í skólaþróun, segir í umsögn Landsskrifstofu. Fyrir utan að eflast enn frekar í notkun upplýsingatækni og alþjóðasamstarfi hafa eTwinning skólar tækifæri til styrkja starfsþróun kennara og skólastjórnenda auk alþjóðatengsla skólans:

  • skólinn verður sýnilegri í skólasamfélagi eTwinning
  • fær tækifæri til að mynda tengsl við aðra eTwinning skóla í Evrópu - verður hluti af evrópsku neti eTwinning skóla
  • aukin tækifæri til starfsþróunar í boði fyrir kennara og skólastjórnendur skólans

Viðurkenningin er til tveggja ára í senn. Næst verður opnað fyrir umsóknir í byrjun árs 2019.