Leiktækin í Vatnaveröld lokuð vegna viðgerða

Ekki verður hægt að leika í barnalauginni í Vatnaveröld næstu daga og vikur vegna viðgerða á botni …
Ekki verður hægt að leika í barnalauginni í Vatnaveröld næstu daga og vikur vegna viðgerða á botni laugarinnar.

Skipta þarf um botn í litlu barnalauginni í Vatnaveröld þar sem leiktækin fyrir yngstu sundlaugargestina eru. Hún verður því lokuð frá laugardeginum 8. desember í óákveðinn tíma. Stóra innilaugin verður opin sem og öll útiaðstaða sundmiðstöðvarinnar.