Lengi býr að fyrstu gerð

Leikskólinn Tjarnarsel kynnir útgáfu kennsluefnis fyrir leikskóla: Málörvunarstundir – Lengi býr að fyrstu gerð.

Efnið er afrakstur þróunarvinnu um snemmtæka íhlutun í málþroska barna og er útkoman þessi málörvunarspjöld sem skipt er í 4 aldursflokka.

Í hverjum flokki eru 12 spjöld með markvissum málörvunarstundum. Markmið þeirra er að auka gæði málörvunar í leikskólum í gegnum leik, bóklestur og fjölbreytt námsefni.

Námsefnið var styrkt af Þróunarsjóði námsgagna og Barnavinafélaginu Sumargjöf.

Tjarnarsel afhendi Fræðslusviði Reykjanesbæjar og öllum leikskólum bæjarins að gjöf eintak af nýja námsefninu.