Bókasafn Reykjanesbæjar hefur boðið upp á ljóð í heitu pottunum í viku bókarinnar á vorin.
Bókasafn Reykjanesbæjar hefur boðið upp á ljóð í heitu pottunum í viku bókarinnar á vorin.

Opnunartími Sundmiðstöðvar/Vatnaveraldar mun lengjast um nokkrar klukkustundir í sumar. Opið verður til kl. 22:00 mánudaga til fimmtudaga og kl. 20:00 á föstudögum í júní, júlí og ágúst.

Íbúar í Reykjanesbæ hafa að undanförnu óskað eftir rýmri opnunartíma í Sundmiðstöð/Vatnaveröld. Setja þurfti rýmri opnunartíma í fjárhagsáætlun og var það gert fyrir árið 2017 og hún samþykkt undir árslok. Ekki verður farið lengra með rýmri opnunartíma á þessu fjárhagsári en reynslan af lengri kvöldopnun í sumar skoðuð í sumarlok.

Málið var kynnt á fundi íþrótta- og tómstundaráðs í gær og fagnar ráðið breytingunni.