Lið Reykjanesbæjar hlaut silfur í Kristiansand

Lið Reykjanesbæjar gerir sér glaðan dag milli leikja.
Lið Reykjanesbæjar gerir sér glaðan dag milli leikja.

Lið Reykjanesbæjar hlaut silfur á vinabæjarmóti í Kristiansand en keppt var í knattspyrnu i drengja- og stúlknaflokki.
Drengjalið Reykjanesbæjar vann lið Hjörring í úrslitaleik 2 - 0. Liðið vann alla 6 leiki sína með markatölunni 31-0. Stúlknaliðið lék um bronsverðlaun við Kerava en tapaði eftir vítaspyrnukeppni og lenti því í 4. sæti.

Árangur stúlkna og drengja er lagður saman og því hlaut Reykjanesbær annað sæti en Hjörring sigraði keppnina. Í þriðja sæti varð lið Kerava.

Á sameiginlegum fundi vinabæjanna var samþykkt að næsta mót færi fram í Reykjanesbæ dagana 27. júní til 1. júlí 2011 og að keppt yrði í körfuknattleik.