Helga Sigrún, Grétar Þór og Kristján í setti Útsvars þann 1. desember sl.
Helga Sigrún, Grétar Þór og Kristján í setti Útsvars þann 1. desember sl.

Lið Reykjanesbæjar og lið Rangarþings ytra munu etja kappi í Útsvari, spurningakeppni sveitarfélaga sem fram fer í Ríkissjónvarpinu föstudaginn 5. janúar. Þeir sem áhuga hafa á að fylgjast með í sjónvarpssal þurfa að vera mættir í síðasta lagi kl. 20:00.

Lið Reykjanesbæjar er skipað Grétari Þór Sigurðssyni, Helgu Sigrúnu Harðardóttur og Kristjáni Jóhannssyni. Þau stóðu sig vel í viðureigninni 1. desember sl. og komust áfram í undanúrslitin. Þau keppa við lið Rangarþings ytra en liðin tvö voru hnífjöfn með 62 stig hvort eftir fyrstu umferð keppninnar. Það má því ljóst vera að keppnin verður æsispennandi.

Reykjanesbær sendir Grétari Þór, Helgu Sigrúnu og Kristjáni baráttukveðjur. Áfram Reykjanesbær.