Margt var um manninn í Listasafni Reykjanesbæjar á laugardaginn en þar tók Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur á móti gestum og sagði frá listamanninum og persónunni Óla G. og ræddi um verk hans. Óli G. var sjálfmenntaður í listsköpun sinni og var kominn á stall sem flesta getur aðeins dreymt um þegar kallið kom allt of fljótt. 

Í framhaldi af leiðsögn Aðalsteins bauð Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ upp á fróðlegt erindi Þuríðar Sigurðardóttur sem fjallaði um myndlist frá ýmsum sjónarhornum. Þuríður er flestum kunnug sem söngkona en síðan hún útskrifaðist úr málaradeild myndlistarskólans árið 2001hefur hún starfað á vettvangi myndlistar. Sannarlega frábært framtak hjá Félagi myndlistarmanna og góður dagur í Duushúsum.