Líf og fjör á öskudaginn á bókasafninu

Börn í flottum öskudagsbúningum.
Börn í flottum öskudagsbúningum.

Mikið líf og fjör var á Bókasafninu í gær í tilefni af öskudegi. Börn í margvíslegu gervi komu að afgreiðsluborði og óskuðu eftir að fá að syngja, ýmist ein sér eða í hópum, sem var algengara. Leyfið var að sjálfsögðu veitt, þó notendur Bókasafna séu almennt beðnir um að ganga hljóðlega um, enda öskudagur aðeins einu sinni á ári.

Allir sem sungu voru leystir út með eigulegu bókamerki sem á stóð „Hugur minn er sprækur þegar ég les bækur". Allmargir lýstu því yfir að bókamerkið kæmi að góðum notum þar sem lestrarátak stæði yfir í skólanum.