- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Mikið líf og fjör var á Bókasafninu í gær í tilefni af öskudegi. Börn í margvíslegu gervi komu að afgreiðsluborði og óskuðu eftir að fá að syngja, ýmist ein sér eða í hópum, sem var algengara. Leyfið var að sjálfsögðu veitt, þó notendur Bókasafna séu almennt beðnir um að ganga hljóðlega um, enda öskudagur aðeins einu sinni á ári.
Allir sem sungu voru leystir út með eigulegu bókamerki sem á stóð „Hugur minn er sprækur þegar ég les bækur". Allmargir lýstu því yfir að bókamerkið kæmi að góðum notum þar sem lestrarátak stæði yfir í skólanum.
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös