Líflegar umræður á íbúafundi

Nokkuð líflegar umræður spunnust á íbúafundi Kjartan Más Kjartanssonar í Bergi í gærkvöldi þar sem farið var yfir fjármál bæjarins, stöðuna og tækifæri sem eru í kortunum. Fámennt en góðmennt var á fundinum og komu fram ýmsar skemmtilegar hugmyndir og vangaveltur varðandi rekstur Reykjanesbæjar.