Myndmerki Lífshlaupsins
Myndmerki Lífshlaupsins

Í dag opnaði fyrir skráningu í Lífshlaupið og hægt er að skrá sig inni á vefsíðu Lífshlaupsins. Vinnustaðir, skólar og einstaklingar eru hvattir til að taka þátt og nota þannig tækifærið til að efla líkama og sál með því að hreyfa sig daglega.

Hvetjum hvort annað til þátttöku og njótum þess að taka þátt í þessu skemmtilega heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.
Í úrslitunum í fyrra í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins átti Reykjanesbær nokkra vinnustaði sem voru í efstu 10 sætunum.