- Þjónusta
- Stjórnsýsla
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Undirbúningur tólftu Listahátíðar barna í Reykjanesbæ er nú í fullum gangi á öllum skólastigum, Tónlistarskóla og dansskólum og verður blásið til hátíðar þann 4. maí með opnunum á listsýningum skólanna í Duus Safnahúsum. Þeir sem til þekkja vita hversu ótrúlega skemmtilegar sýningar Listahátíðar hafa verið og verður engin undantekning á því í þetta sinn. Hátíðin er orðin feikistór og snertir nánast allar fjölskyldur í bænum með einum eða öðrum hætti. Ýmsir viðburðir taka við í framhaldi af opnunum og að venju verður boðið upp á dagskrá fyrir fjölskyldur laugardaginn 6. maí með listasmiðjum, lummum í Skessuhelli o.fl.
Dagskráin er óðum að taka á sig mynd og verður hún aðgengileg á vef Reykjanesbæjar þegar nær dregur. Auk þess hefur verið stofnuð síða á Facebook sem heitir Listahátíð barna í Reykjanesbæ og hvetjum við alla áhugasama til þess að líka við hana og fylgjast með.
Við hvetjum alla þá sem luma á skemmtilegum hugmyndum um viðburði eða langar til að taka þátt í dagskránni með einhverjum hætti um að hafa samband í gegnum netfangið listahatidbarna@reykjanesbaer.is . Einnig er hér gott tækifæri fyrir hópa sem bjóða upp á dagskrá tengda börnum að kynna sig og starfsemi sína. Þá hvetjum við einnig fyrirtæki í bænum til að slást í lið með okkur og bjóða upp á tilboð fyrir börn og fjölskyldur í tilefni hátíðarinnar.
Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími: 421 6700
reykjanesbaer@reykjanesbaer.is | Kt. 470794-2169
Opnunartími: kl. 9:00 – 16:00 mán.-fim.
og kl. 9:00-15:00 fös