Listahátíð barna sett með söng og fjöri/Children´s Art Festival

Elstu leikskólabörnin í Reykjanesbæ syngja hér inn Listahátíð barna árið 2018.
Elstu leikskólabörnin í Reykjanesbæ syngja hér inn Listahátíð barna árið 2018.

Listahátíð barna í Reykjanesbæ var sett í Bíósal Duus Safnahúsa í morgun. Þar með er hafin listaveisla fyrir börn og barnafólk sem stendur til 13. maí. Fjölskylduhátíð verður í Reykjanesbæ um helgina og eru íbúar og gestir hvattir til að kynna sér dagskrána vel.

By clicking this link you can read the Children´s Art Festival in Reykjanesbær program.

Að vanda voru það elstu börn leikskólanna tíu í Reykjanesbæ sem sungu hátíðina inn. Síðan gengu þau fylgtu liði yfir í Gryfju þar sem grunnskólabörn sína verk sín og þaðan í listasafnið þar sem verk leikskólabarna eru. Auk leik- og grunnskólanna tekur Fjölbrautaskóli Suðurnesja þátt, Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Bryn Ballet Akademían og Danskompaní.

Á fjölskylduhátíðinni um helgina ætlar Skessan að bjóða í lummur á laugardaginn. Frá helli hennar hefst svo ratleikur KFUM og K og fram eftir degi verður fjölbreytt dagskrá á og við Keflavíkurtún. Sirkus Íslands kemur í heimsókn og boðið verður upp á margskonar smiðjur og gleðistundir.  Á sunnudeginum sýnir Stopphópurinn Ósýnilega vininn í Keflavíkurkirkju og fjölskyldutónleikarnir „Ég er furðuverk“ verður í Stapa.

Duus Safnahús eru opin alla daga kl. 12:00 - 17:00 til að skoða sýningarnar sem þar eru.

Með því að smella á þennan tengil má nálgast dagskrá Listahátíð í heild.

Hér má sjá börnin syngja inn Listahátíð barna í Reykjanesbæ 2018

Hér má sjá brot af sýningu grunnskólabarna í Gryfjunni

Hér er horft eftir græna dreglinum í listasal Duus Safnahúsa þar sem sýning leikskólabarna fer fram

Hér má sjá fjölbreyttar teikningar leikskólabarna af börnum um víða veröld