- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Fiskar hafsins hafa vakið mikla lukku meðal barna og fullorðinna en þeir og aðrar kynjaverur eru til sýnis í Duushúsum í tengslum við barnahátíð í Reykjanesbæ.
Í listasal hefur verið skapaður ævintýraheimur, neðansjávarveröld með verkum eftir öll leikskólabörn bæjarins. Í bíósal eru myndlistarverk, hugleiðingar barnanna um hafið og listasmiðja sem stendur öllum bæjarbúum opin meðan á hátíðinni stendur.
Bæjarbúar eru hvattir til þess að láta þessa sýningu ekki fram hjá sér fara og jafnframt að kynna sér dagskrá barnahátíðarinnar á slóðinni barnahatid.is
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)