- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ opnar sýninguna „Litróf“ laugardaginn 6.apríl kl. 14.00 í Stofunni í Duus Safnahúsum. Sýningin stendur til 23. apríl og eru Duus Safnahús opin alla daga kl. 12:00 - 17:00.
Á sýningunni má sjá verk eftir félagsmenn sem unnin voru á haust- og vetrarnámskeiðum félagsins og voru það þrjú námskeið sem samanstóðu af byrjendanámskeiði í málun, málun fyrir lengra komna og grafík (painterly print). Kennarar á námskeiðunum voru Kristbergur Ó Pétursson, Bragi Einarsson og Elva Hreiðarsdóttir.
Kl. 09:00 – 15:00 virka daga (mán.-fös.)