Ljósahús Reykjanesbæjar 2011

Týsvellir 1 er ljósahúsið í ár.
Týsvellir 1 er ljósahúsið í ár.

Viðurkenningar í samkeppninni um Ljósahús Reykjanesbæjar 2011 voru afhentar fimmtudaginn 8. des. kl. 17.00.

Reykjanesbær hefur staðið fyrir þessari samkeppni frá árinu 2001 en bærinn hefur lengi verið þekktur fyrir mikla ljósadýrð. Margir hafa lagt leið sína til bæjarins á aðventu á ljósarúnt en hægt verður að nálgast upplýsingar um verðlaunahúsin á vef Reykjanesbæjar og vef Víkurfrétta eftir kl. 17.00 á fimmtudaginn.

Ljósahús Reykjanesbæjar var valið Týsvellir 1, í öðru sæti urðu Bragavellir 3 og því þriðja Borgarvegur 20. Raðhúsalengjan Heiðargarður 1-9 fékk viðurkenningu fyrir fallega skreytingu sem augljóslega sýndi góða samvinnu og Þverholtið var útnefnt sem jólagata bæjarins og sérstaklega var bent á húsin nr. 3,9,18 og 19 fyrir glæsilegar skreytingar. Jólahús barnanna var svo valið Túngata 14 sem oft hefur hlotið viðurkenningu áður en skreytingarnar eru orðnar fastur liður í aðventu hjá börnunum í bænum. HS Orka og HS Veita afhentu verðlaunahöfum Ljósahúsanna gjafabréf að upphæð kr. 30.000 fyrir 1. sæti, 20.000 fyrir 2. sæti, kr.15.000 fyrir 3 sæti og eigandi Jólahússins á Túngötu fékk einnig 20.000 króna gjafabréf frá þeim.  Húsasmiðjan afhenti eiganda Jólahússins á Túngötu einnig gjafabréf að upphæð kr. 20.000 auk þess sem allir fengu viðurkenningarskjal frá Reykjanesbæ.  Fyrir utan þessi verðlaunahús var birtur listi yfir topp 10, best skreyttu húsin í bænum.

Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir fallegustu jólagluggana í verslunum bæjarins og var það verslunin Cabo sem hlaut fyrstu verðlaun.  Þrjár aðra verslanir hlutu viðurkenningar fyrir fallegar gluggaskreytingar; Optical Studio, Persóna og Nuddstofa Birgittu Jónsdóttur Klasen.

Ljósahús Reykjanesbæjar
nr. 1 Týsvellir 1
nr. 2 Bragavellir 3
nr. 3 Borgarvegur 20

Jólahús barnanna
Túngata 14

Fallegasta raðhúsið
Heiðargarður 1-9,

Jólagata Reykjanesbæjar
Þverholt en húsin nr. 3, 9, 18 og 19 eru sérlega glæsilega skreytt

Topp 10 - Best skreyttu húsin
Freyjuvellir 3
Freyjuvellir 22
Óðinsvellir 11
Óðinsvellir 17
Sjafnarvellir 19
Heiðarból 19
Heiðarbraut 5c
Miðgarður 2
Steinás 18
Hólagata 47